Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 22. júní 2001 kl. 14:41

Grænklæddir gerðu árás á rústirnar við Reykjanesbraut

Háskalegar loftárásir fóru fram í nágrenni Seltjarnar í morgun. Skömmu síðar birtist landherinn á svakalegum trukkum með hríðskotabyssur á þakinu. „Hryðjuverkahópurinn“ varðist í húsarústunum en allt koma fyrir ekki; ósigurinn var á næsta leyti enda við ofurefli bandaríska landhersins að etja...
Reyksprengjur flugu á milli manna og púðurlyktin mettaði loftið. Hermennirnir hentu sér á milli þúfna á lágu í leyni við húsveggi með nælonsokka fyrir andlitinu. Hryðjuverkamennirnir voru yfibugaðir á 10 mínútum og þá hélt hópurinn heim í hádegismat; sæll með vel lukkað dagsverk.

Norðurvíkingur 2001, varnaræfing Atlandshafsbandalagsins hófst 18.júní og lýkur á sunnudaginn. Markmið æfinganna er að æfa varnir mikilvægra staða gegn alþjóðlegum hryðjuverkum, ásamt liðs- og birgðaflutningum til Íslands á hættutímum. Alls taka um 3000 manns þátt í æfingunni

Myndir og texti: Silja Dögg, stríðsfréttaritari VF
.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024