Grænir fingur á baðherberginu
	Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærdag kannabisræktun í húsnæði í Reykjanesbæ en kannabisræktunin fór fram á baðherbergi húsnæðisins. Lögregla lagði hald á kannabisplönturnar og er málið í rannsókn.
	
	
Lögreglan minnir á fíkniefnasímsvara 800-5005 en í hann má hringja nafnlaust ef fólk vill koma á framfæri upplýsingum um fíkniefni.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				