Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grænfánanum stolið frá Tjarnarseli
Mánudagur 3. maí 2010 kl. 09:38

Grænfánanum stolið frá Tjarnarseli

Grænfánanum hefur verið stolið frá leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ. Atvikið átti sér stað um helgina. Starfsfólk leikskólans hefur leitað í nánasta umhverfi skólans en án árangurs. Í tilkynningu frá skólanum segir að nú sé fánastöngin tómleg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Grænfáninn er frá Landvernd, en hann fá þær skólastofnanir sem hafa unnið markvisst að verndun náttúrunnar og hafa lokið þeim sjö stigum sem til þarf. Tvívegis hefur fáninn fallið Tjarnarseli í skaut, fyrst árið 2007.


Fólk er beðið um að horfa í kringum sig og kanna hvort það sjái ekki grænfánann einhverstaðar í umhverfi sínu. Fáninn hefur verið látinn blakta við hún á Tjarnarseli dag og nótt allan sólarhringinn.


Myndir: Frá afhendingu grænfánans árin 2007 og 2009.