Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 18. maí 2000 kl. 16:41

Grænáshverfið verður fagurt og flott

Tillögur um deiliskipulag Grænássvæðis voru kynntar fyrir bæjarfulltrúum Reykjanesbæjar 10. maí sl. Skúli Þ. Skúlason (B) oddviti bæjarstjórnar, sagði á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag að honum hefðu fundist tillögurnar bæði skemmtilegar og fallegar. „Ég er sáttur við þessar hugmyndir og tel að hverfið eigi eftir að verða okkur til sóma“, sagði Skúli. Jóhann Geirdal (J) tjáði sig líka um málið og lagði áherslu á að endanlegt deiliskipulag yrði tilbúið sem fyrst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024