Fréttir

Grænásgatnamótin: Vinnuteikning liggur fyrir
Miðvikudagur 25. febrúar 2009 kl. 09:07

Grænásgatnamótin: Vinnuteikning liggur fyrir



Á næstu dögum verða sett upp við Grænásgatamótin viðbótarmerkingar sem gefa munu vegfarendum til kunna að framundan séu varasöm gatnamót. Hönnun hringtorgs er að fara af stað og ráðist verður í framkvæmdir við það í sumar. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, tilkynnti þetta í gær en þá höfðu um 1200 manns sett nöfn sína á Facebook síðu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að gera strax ráðstafarnir til að auka umferðaröryggi á þessum hættulegu gatnamótum.

Meðfylgjandi mynd sýnir vinnuteikningu af þeirri útfærslu sem bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ og Vegagerðin hafa komið sér saman um. Norðanmegin við væntanlegt hringtorg verða gerð undirgöng fyrir gangandi vegfarendur og göngustígur upp Grænásinn og inn í Vallarhverfið. Umferð gangandi vegfarenda um svæðið hefur aukist verulega með breyttri íbúabyggð og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir henni við hönnun gatnamótanna.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl