Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grænásgatnamótin: Vinnuteikning liggur fyrir
Miðvikudagur 25. febrúar 2009 kl. 09:07

Grænásgatnamótin: Vinnuteikning liggur fyrir



Á næstu dögum verða sett upp við Grænásgatamótin viðbótarmerkingar sem gefa munu vegfarendum til kunna að framundan séu varasöm gatnamót. Hönnun hringtorgs er að fara af stað og ráðist verður í framkvæmdir við það í sumar. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, tilkynnti þetta í gær en þá höfðu um 1200 manns sett nöfn sína á Facebook síðu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að gera strax ráðstafarnir til að auka umferðaröryggi á þessum hættulegu gatnamótum.

Meðfylgjandi mynd sýnir vinnuteikningu af þeirri útfærslu sem bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ og Vegagerðin hafa komið sér saman um. Norðanmegin við væntanlegt hringtorg verða gerð undirgöng fyrir gangandi vegfarendur og göngustígur upp Grænásinn og inn í Vallarhverfið. Umferð gangandi vegfarenda um svæðið hefur aukist verulega með breyttri íbúabyggð og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir henni við hönnun gatnamótanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024