Græna smiðjan við Grindavík í morgunþætti Mörthu Stewart
Í sérstökum Íslandsþætti Mörthu Stewart sem frumsýndur var í Bandaríkjunum í gær kom fram að Martha Stewart notar íslensku húðdropanna™ frá nýsköpunarfyrirtækinu Sif Cosmetics til að viðhalda unglegu yfirbragði húðarinnar. Droparnir eru framleiddir úr afurð Grænu smiðjunnar, gróðurhúsi ORF Líftækni í Grindavík.
Í þætti Mörthu Stewart á Hallmark sjónvarpsstöðinni í gærmorgun fór heil klukkustund í umfjöllun um Ísland og íslenskar vörur og var Dorrit Moussaieff forsetafrú sérstakur heiðursgestur. Björn Örvar, framkvæmdastjóri Sif Cosmetics og ORF Líftækni var einnig meðal gesta. Hann kynnti vísindin að baki húðdropunum, auk þess sem sýndar voru svipmyndir frá Grænu smiðjunni, gróðurhúsi ORF Líftækni í Grindavík. Íslenski hesturinn, íslensk hönnun og matargerðalist voru meðal þess sem einnig var kynnt í þættinum.
Martha kvaðst hafa notað íslensku húðdropana undanfarna þrjá mánuði, eftir að hafa kynnst þeim hjá Dorrit Moussaieff, og sagðist vera mjög ánægð með áhrif dropanna á húðina.
EGF húðvörunar fást í snyrtivöruverslunum og apótekum um allt land.
Sif Cosmetics er dótturfyrirtæki ORF Líftækni hf. sem var stofnað árið 2009. Fyrirtækið þróar og selur hágæða húðvörur á vísindalegum grunni. Húðvörur fyrirtækisins innihalda frumuvaka sem stuðla að endurnýjun húðfrumna og veita vellíðan og betra útlit. Frumuvakarnir eru framleiddir í samstarfi við ORF Líftækni hf. sem hefur þróað einstakar framleiðsluaðferðir, byggðar á íslensku hugviti, þar sem byggfræ er notað sem smiðja til að framleiða frumuvakana. Sif Cosmetics er nú með dreifiaðila fyrir vörur sínar í 42 löndum víða um heim, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.