Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Græn fjárfesting skapar tugi starfa í Reykjanesbæ
Siguðurður Kári stjórnarformaður Kadeco og Andrew Jacobson forstjóri Algalíf AS undirrita samninga.
Miðvikudagur 8. október 2014 kl. 16:35

Græn fjárfesting skapar tugi starfa í Reykjanesbæ

Örþörungaverksmiðja Algalífs tekin til starfa

Örþörungaverksmiðja líftæknifyrirtækisns Algalífs hefur tekið til starfa á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðeins átta mánuðum eftir undirritun fjárfestingasamnings við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Þessi tveggja milljarða króna græna fjárfesting skapar þrjátíu ný störf á Suðurnesjum í fullkomnustu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði í gær formlega fyrsta áfanga örþörungaverksmiðju Algalífs. Fyrsti áfangi hefur gengið vonum framar en áætlaður kostnaður við uppbyggingu örþörungaverksmiðjunnar er um tveir milljarða króna eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala. Verksmiðjan verur fullkláruð um mitt ár 2015. Nú starfa tæplega tuttugu manns hjá fyrirtækinu, en verða um 30 þegar verksmiðjan verður komin í fullan gang. Algalíf Iceland ehf. var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S.

Í versksmiðjunni verða ræktaðir örþörungar sem nefnast Haematococcus Pluvialis, en úr þeim er unnið virka efnið Astaxanthin. Það er sterkt andoxunarefni sem notað er í fæðubótarefni og vítamínblöndur, auk þess að vera neytt í hylkjaformi. Mikill og vaxandi markaður er fyrir efnið og heimsframleiðslan núna annar hvergi nærri eftirspurn. Í samtali við Víkurfréttir sagði Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalíf, að nú sé framleiðslugeta verksmiðjunnar 300 kíló af Astaxanthin á ári. Þegar verksmiðjan verður fullbyggð verður framleiðslugetan eitt tonn af efninu á ári. Fullum afköstum verður náð árið 2016.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar í Víkurfréttum á morgun.