Grá fjöll en fínustu loftgæði
Fjallahringurinn sér suður með sjó er grár á að horfa vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Þrátt fyrir gráa móðu yfir öllu þá sýnir mælir í Grindavík sem mælir brennisteinsdíoxíð lágar tölur.
Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir fáeinum mínútum en þær sýna annars vegar Keili og hins vegar Þorbjörn eins og fjöllin líta út frá Reykjanesbæ.