GPS-mælingar sýna áframhaldandi hratt landris
Þrýstingur og landris heldur áfram með sama hraða við Grindavík. Land er að rísa um 3-4 millimetra á sólarhring og miðja svæðisins er rétt vestan við Þorbjörn, skammt frá Grindavík.
Í hádegisfréttum RÚV kom fram að frekari greining hafi farið fram á gervihnattagögnum sem staðfesti þetta. Þá sýna GPS-mælingar áframhaldandi hratt landris.
Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands og Háskólans munu auka vöktun á svæðinu og bæta við GPS-mælum. Þá verða mælar sem erlendir vísindamenn eru með á svæðinu tengdir við netið þannig að þaðan berist rauntímaupplýsingar til Veðurstofu Íslands.
Vísindaráð Almannavarna kemur saman til fundar klukkan eitt þar sem meðal annars verður farið yfir rýminingaráætlun vegna mögulegs eldgoss við Grindavík.