Götur og lagnir í Lautarhverfi í Grindavík boðnar út
				
				Útboð voru opnuð þriðjudaginn 3. september í fyrirhugaða gatna- og lagnagerð í Lautarhverfi í Grindavík. Alls bárust 9 tilboð í verkið, það hæsta frá GG. Sigurðssyni ehf. uppá 37.680.670 krónur, en það lægsta frá Sigþóri Ólafssyni uppá 27.387.606 krónur. Kostnaðaráætlun  fyrir verkið hljóðaði uppá 30.952.300 krónur.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				