Götur í Vogum koma þokkalega undan vetri
Það hefur reynt mikið á menn og tæki undanfarnar vikur og mánuði, við að moka snjó af götum og gangstígum og eyða hálku. Í Vogum á Vatnsleysuströnd koma götur þokkalega undan vetri, segir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri.
Þegar hefur verið fyllt í nokkrar holur í malbiki sem myndast hafa eftir erfiðan vetur, en þegar á heildina er litið er ástandið þokkalega viðunandi, segir bæjarstjóri og bætir við að starfsmenn umhverfisdeildar eru þegar byrjaðir að huga að vorhreinsun meðfram götum og stígum bæjarins.