Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Götur í Vogum koma þokkalega undan vetri
Þriðjudagur 21. apríl 2015 kl. 09:30

Götur í Vogum koma þokkalega undan vetri

Það hefur reynt mikið á menn og tæki undanfarnar vikur og mánuði, við að moka snjó af götum og gangstígum og eyða hálku. Í Vogum á Vatnsleysuströnd koma götur þokkalega undan vetri, segir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri.

Þegar hefur verið fyllt í nokkrar holur í malbiki sem myndast hafa eftir erfiðan vetur, en þegar á heildina er litið er ástandið þokkalega viðunandi, segir bæjarstjóri og bætir við að  starfsmenn umhverfisdeildar eru þegar byrjaðir að huga að vorhreinsun meðfram götum og stígum bæjarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024