Götur á iðnaðarsvæði fá nöfn
Fyrsta gatan innan reits nr. 1 í rammaskipulagi iðnaðarsvæðis i5 í Grindavík mun heita Hraunsvík. Þetta er ákvörðun skipulagsnefndar Grindavíkur.
Nefndin leggur til að aðrar götur innan iðnaðarsvæðis i5 muni heita eftir víkum í strandlengju Grindavíkur. Gata meðfram affallslögn frá Svartsengi skal heita Víkurgata. Næstu götur skulu heita Krossavík, Sandvík, Mölvík, Katrínarvík og Hvalvík.