Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Götuleikhús hjá Vinnuskóla RNB í sumar
Frá gjörningi götuleikhúss í miðbæ Reykjanesbæjar.
Föstudagur 13. júní 2014 kl. 13:49

Götuleikhús hjá Vinnuskóla RNB í sumar

- Albert Halldórsson kennir undirstöðuatriði í leiklist.

Vinnuskóli Reykjanesbæjar kynnir verður með götuleikhús í sumar fyrir nemendur sem voru að klára 9. eða 10. bekk. Í sumar mun verða kennd undirstöðuatriði í leiklist. Í texta frá vinnuskólanum kemur fram að ekki sé bara gaman að leika heldur einnig ótrúlega spennandi og krefjandi.

„Við förum í alls konar leiklistartengda leiki og ætlum okkur að hafa gaman í allt sumar. Við munum meðal annars fæða trúða og kynnumst þar trúðareglum, förum í draumaspuna og heimsækjum leikskóla bæjarins á sólríkum sumardögum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá verður einnig sett upp lítil sýning í lok tímabilsins sem verður byggð á teikningum Hugleiks Dagssonar. Albert Halldórsson, leiklistarnemi við Listaháskóla Íslands, mun leiða götuleikhúsið í ár og að hans sögn getur hann ekki beðið eftir að kynnast skemmtilegu fólki og kenna því það sem hann kann í leiklist.

Albert Halldórsson.