Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. ágúst 2001 kl. 10:59

Gott sjóskip verður enn betra

Konur eru alls staðar við stjórntaumana núorðið, bæði framan og aftan við tjöldin. Síðastliðið föstudagskvöld kom Sigurvin GK 61 að Grindavíkurhöfn eftir breytingar hjá Sólplasti í Innri Njarðvík en framkvæmdastjórar beggja fyrirtækjanna eru konur; Hallfríður Hólmgrímsdóttir stjórnar útgerðinni Sigurvin ehf. og framkvæmdastjóri Sólplasts er Sigurborg Sólveig Andrésdóttir.


Mynd: Áhöfn og eigendur Sigurvins.
„Sigurvin var lengdur úr 9 metrum í 11 metra, settur var í hann hvalbakur, pera og hækkaðar lunningar. Hann var einnig breikkaður að aftan í 3,90 m.“, segir Sigurborg um breytingarnar.
Hallfríður fullyrðir að Sigurvin hafi alltaf verið gott sjóskip en eftir breytingarnar sé það enn betra og glæsilegt er það, þar sem það siglir inni í höfnina með eiginmann og bróður Hallfríðar um borð.
„Við höfum rekið Sigurvin í 3 ár og veiðum á net utan við Grindavík. Báturinn hefur verið í 2 mánuði í breytingum en fram að því var mjög gott fiskirí“, segir Hallfríður en hún vill taka sérstaklega fram að allar áætlanir hafi staðist varðandi peningahliðina og afhendingartíma og þakkar Sólplasti einstaklega góða þjónustu og traust viðskipti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024