Gott bil á milli bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ vegna COVID-19
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fundaði í Merkinesi í Hljómahöll síðdegis á þriðjudag. Fundurinn bar þess merki að í gildi eru reglur sem fylgja samkomubanni.
Hæfilegt bil, samkvæmt reglum, var haft á milli bæjarfulltrúa eins og sjá má á myndinni sem Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, tók á fundinum.