Gott atvinnuástand í Sandgerði
Bæjarstjórn Sandgerðis ákvað á fundi sínum sl. miðvikudag að standa ekki fyrir sérstöku atvinnuátaki í sumar.
Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja minnti á umsóknafrest um sérverkefni, en þar sem atvinnuástand í bænum er afar gott um þessar mundir og atvinnuleysi óverulegt sá bæjarstjórn ekki ástæðu til að leggja í slíkt. í fundargerð kemur fram að ástandið í þessum málaflokki sé hvað best í Sandgerði af öllum bæjarfélögum á Suðurnesjum.