Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 11. janúar 2001 kl. 10:35

Gott atvinnuástand í Garðinum

Atvinnuástand í Garðinum hefur verið nokkuð gott að undanförnu og fáir sem eru á atvinnuleysisskrá. „Komi ekki til verkfalla hjá sjómönnum og sjórinn gefi þokkalega ætti atvinnuásandið að geta orðið gott á árinu 2001“, segir Sigurður Jónsson sveitarstjóri Gerðahrepps.
„Stærsta verkefnið sem framundan er hjá Gerðahreppi er að ráðast í stækkun Gerðaskóla til að geta uppfyllt ákvæði laga um einsetningu grunnskóla“, segir Sigurður þegar hann er spurður um framkvæmdir á nýja árinu. „Hönnunarvinna er í gangi og mun hreppsnefnd innan tíðar taka ákvörðun um framhald verksins.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024