Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Miðvikudagur 5. september 2001 kl. 09:12

Gott atvinnuástand á Suðurnesjum

Atvinnuástand á Suðurnesjum hefur ekki orðið fyrir áþreifanlegum áhrifum vegna samdráttar í þjóðfélaginu, að sögn Önnu Bjargar Þormóðsdóttur, ráðgjafa hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja.
„Nú eru 28 manns á skrá hjá okkur og kynjaskiptingin er nokkuð jöfn, en í sumar voru fleiri karlmenn á skrá hjá okkur sem er fremur óvenjulegt. Atvinnuástandið hefur alla jafna verið gott í sumar og það virðist vera svipað í öllum bæjarfélögum á Suðurnesjum“, segir Anna Björg.
Um mánaðarmótin síðustu urðu mannabreytingar hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja þegar Helga Rósa Atladóttir, þjónustufulltrúi tók við af Ragnheiði Gunnarsdóttur.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025