Gott að hafa fjórða bílinn tiltækann
Að sögn Jóns Guðlaugssonar, varaslökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja var vikan í heild sinni fremur róleg en á sunnudeginum varð allt vitlaust að gera.
„Við fórum í 19 sjúkraflutninga í vikunni en á sunnudaginn fóru þrír bílar út frá okkur til Reykjavíkur á sama tíma. Þá vorum við aðeins með einn sjúkrabíl eftir á svæðinu, en það er nýlunda hjá okkur að vera með fjóra bíla. Ég vona að fjórði bíllinn verði hjá okkur til frambúðar því það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa einn bíl til vara. Sjúkrabílar bila auðvitað eins og aðrir bílar, og þegar það gerist þá erum við bara með tvo bíla tiltæka, sem er ekki nógu gott. Það hefur einnig komið fyrir þegar stór slys hafa orðið, að okkur hefur vantað fjórða bílinn til að flytja fólk. Það gerist ekki oft, en þó nokkrum sinnum á ári. Fjórði sjúkrabíllinn eykur því öryggi íbúa töluvert“, segir Jón.
Slökkviliðið fór í eitt útkall eftir kvöldmat á sunnudag, en þá var tilkynnt um reyk við Broadstreet. Í ljós kom að kveikt hafði verið í rusli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem reyndist ekki vera mikill.
„Við fórum í 19 sjúkraflutninga í vikunni en á sunnudaginn fóru þrír bílar út frá okkur til Reykjavíkur á sama tíma. Þá vorum við aðeins með einn sjúkrabíl eftir á svæðinu, en það er nýlunda hjá okkur að vera með fjóra bíla. Ég vona að fjórði bíllinn verði hjá okkur til frambúðar því það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa einn bíl til vara. Sjúkrabílar bila auðvitað eins og aðrir bílar, og þegar það gerist þá erum við bara með tvo bíla tiltæka, sem er ekki nógu gott. Það hefur einnig komið fyrir þegar stór slys hafa orðið, að okkur hefur vantað fjórða bílinn til að flytja fólk. Það gerist ekki oft, en þó nokkrum sinnum á ári. Fjórði sjúkrabíllinn eykur því öryggi íbúa töluvert“, segir Jón.
Slökkviliðið fór í eitt útkall eftir kvöldmat á sunnudag, en þá var tilkynnt um reyk við Broadstreet. Í ljós kom að kveikt hafði verið í rusli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem reyndist ekki vera mikill.