Gott að búa á Suðurnesjum
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar auglýsti í Morgunblaðinu í fyrradag Suðurnes og Reykjanesbæ sem úrvals stað til búsetu. Þar kemur m.a. fram að eitt ódýrasta orkuverðið á landinu sé á Suðurnesjum, gott þjónustuumhverfi og verslun, fjölbreytt atvinnulíf og atvinnuleysi í algjöru lágmarki. Húsnæði er einnig 20-30% ódýrara hér en á höfuðborgarsvæðinu. Sjá nánari umfjöllun í miðopnu VF í dag.