Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gosvirkni virðist nú einangruð niður í þrjá til fjóra bletti
Ljósmynd: Landhelgisgæslan
Þriðjudagur 19. desember 2023 kl. 10:50

Gosvirkni virðist nú einangruð niður í þrjá til fjóra bletti

Hálfur sólarhringur er nú liðinn frá því að eldgosið við Sundhnjúka hófst. Verulega hefur dregið úr framleiðni í gosinu líkt og við mátti búast. Krafturinn fyrstu klukkutímana var margfalt meiri en í gosunum þremur undanfarin ár á Reykjanesskaga. Frá þessu greinir Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands í færslu á Facebook. Framleiðnin í gosinu er gróflega metin á bilinu 100-200 m3/s og gæti vel hafa verið meiri.

Gossprungan stækkaði hratt fyrstu þrjá tímana eftir að gosið byrjaði og var áberandi mikil skjálftahrina á svæðinu á meðan jörðin var að rifna. Verulega dróg úr hrinunni milli kl. 1 og 2 í nótt og samhliða því náði sprungan sinni hámarkslengd. Þegar mest lét gaus samfellt á 4 km langri sprungu og sjónarspilið ægilegt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í færslu hópsins segir að gosvirkni virðist nú einangruð niður í þrjá til fjóra bletti og strókarnir allir mun minni en það sem sást í gærkvöldi.