Gossprungan orðin um fjórir kílómetrar
Gossprungan sem myndaðist austan Sýlingarfells fyrr í kvöld er nú talin vera orðinn um fjórir kílómetrar að lengd og nær norður fyrir Stóra-Skógfell. Hilmar Bragi, ljósmyndari VF tók þessa mynd kl. 23 í kvöld.
Skjálfti 4,0 að stærð mældist kl. 22:37 í kvöld. Fyrsta staðsetning er 3 km norðaustur af Stóra-Skógsfelli. Margir Suðurnesjamenn fundu fyrir honum og einnig á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir á þessu svæði síðan 18. desember 2023.