Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gossprungan færist nær Grindavíkurvegi - nokkrir íbúar eru enn í bænum
Séð frá gosstöðvunum. Hilmar Bragi frá VF er á staðnum.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 29. maí 2024 kl. 14:21

Gossprungan færist nær Grindavíkurvegi - nokkrir íbúar eru enn í bænum

Kvikugangurinn gæti náð Grindavíkurvegi síðar í dag en gossprungan er þegar þetta er um 2,5 kílómetrar. Þrátt fyrir þetta búa enn þrír íbúar í Grindavík og hafa haft að engu enn sem komið er tilmæli viðbragðsaðila um að koma sér út úr bænum.  Slík viðbrögð eru ekki til eftirbreytni, segir lögreglustjóri í pistli til fjölmiðla. Ekki hefur komið til þess að lögregla hafi beitt valdi í þessum aðgerðum.  

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir neyðarstigi vegna eldgossins.  Fréttamönnum og blaðamönnum hefur verið hleypt nærri eldstöðvunum í fylgd viðbragsaðila.  Þeir eru með viðeigandi búnað og blaðamannapassa samkvæmt samkomulagi Blaðamannafélags Íslands við lögreglustjórann á Suðurnesjum.  Hamfarasvæðið er að öðru leyti lokað öðrum en viðbragðsaðilum. Lokunarpóstur er við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar og sem fyrr á Nesvegi og Suðurstrandarvegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024