Gosráðstefna Keilis vekur heimsathygli
Ráðstefna Keilis 15. og 16. september sl. um eldgos og flug hefur vakið verulega athygli um heim allan. Tæplega 300 manns sóttu ráðstefnuna sem þótti afar vel heppnuð.
Meginniðurstaðan er í raun tvíþætt: Annars vegar er talið að hin mikla og skaðlega röskun flugs vegna eldgoss í Eyjafjallajökli hafi ekki þurft að verða jafn umfangsmikil og raunin varð. Þekking hafi verið til staðar en hins vegar vantaði mikið á að allir aðilar töluðu saman.
Á óvart kom á ráðstefnunni að allir virtist sammála um svokallaðan Single Sky eða eina yfirstjórn í háloftunum. Er það talin skynsamlegasta leiðin til að bregðast við ástandi sambærilegu því er skapaðist við gos í Eyjafjallajökli.
Jarðvísindamenn greindu frá því að umrætt gos hefði í raun verið lítið í ljósi annarra gosa í jarðsögunni og einhvern tíma mætti búast við miklu stærra gosi.
Alþjóða flugmálastofnun heldur ársfund sinn á næstu dögum og má búast við að meginniðurstöður Keilsráðstefnunnar hafi mikil áhrif þar og á mótum vinnureglna fyrir flug í framtíðinni.
Frá því ráðstefnunni lauk hefur mikið verið fjallað um hana í fjölmiðlum víða um heim – gjarna skreytt með íslenskum náttúrlífsmyndum. Segja má að ráðstefna þessa sé fyrsta stóra, alþjóðlega ráðstefnan á Ásbrú þar sem nýtt er hin frábæra aðstaða til ráðstefnuhalds. Keilir stefnir að fleiri ráðstefnum á næstu misserum.