Gosmökkur berst til norðvesturs
Eldgos er hafið á milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Upptökin eru nær Stóra-Skógfelli, á svipuðum stað og eldgosið sem varð 8. febrúar.
Aðdragandi gossins var stuttur en gosið hófst kl. 20.23.
Gosmökkurinn berst til norðvesturs.
Fyrsta staðsetning gossprungunnar er byggð á radargögnum (sjá miðju gossprungunnar sem rauðan punkt á kortinu hér að neðan). Unnið verður að nákvæmari staðsetningu, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.