Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gosið í Geldingadal kjöraðstæður fyr­ir dyngj­ur
Eldgos í Geldingadölum. Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum
Mánudagur 29. mars 2021 kl. 22:00

Gosið í Geldingadal kjöraðstæður fyr­ir dyngj­ur

Enn eru all­ar aðstæður rétt­ar til að eld­gosið í Geld­inga­döl­um verði að dyngjugosi. Þá líkis kvikan sem kemur upp í Geldingadölum þeirri kviku sem er í stærri dyngjunum á Reykjanesskaganum. Þetta segir Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í berg- og eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, sam­tali við mbl.is nú í kvöld.

Aðspurður hvenær gosið muni fylla Geldingadali segir Þorvaldur:
„Ég var bú­inn að slá gróf­lega á það, það fer eft­ir hve fram­leiðnin er mik­il, það er hve flæðið er mikið frá gíg­un­um á tíma­ein­ingu. Ef við miðum við að það sé fimm rúm­metr­ar á sek­úndu sem er að koma núna upp úr gíg­un­um, þá ætti það að öllu óbreyttu að ná lægstu þrösk­uld­un­um á um það bil tutt­ugu dög­um. Gæti verið aðeins leng­ur, um þrjá­tíu dag­ar, en það er sko tímaskal­inn. Ef flæðið eykst þá nátt­úru­lega stytt­ist tím­inn en ef það minnk­ar þá hugsa ég að það stoppi.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haldi gosið áfram mun það taka mánuði og jafnvel ár að komast niður að Suðurstrandarvegi á leið sinni til sjávar.

Þor­vald­ur seg­ir að lok­um að vís­bend­ing­ar séu til staðar um að við séum að horfa fram á lang­vinnt gos. Hann seg­ir sterk­ustu vís­bend­ing­una vera þá að kvik­an komi beint djúpt að og að inn­flæðið inn í aðflæðiæðina virðist vera nokk­urn veg­inn það sama og út­flæðið úr gígn­um.

„Þannig að við erum með stöðugt ástand, sem eru kjöraðstæður fyr­ir dyngj­ur.”

Hér má lesa viðtalið við Þorvald á vef mbl.is.