Gosið hefur vaxið
Nýja gossprungan í Fagradalsfjalli er að skila sjö rúmmetrum af hrauni á sekúndu. Þetta er niðurstaða mælinga Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands frá því í dag. Rennsli í Geldingadölum hefur minnkað og er það nú áætlað um þrír rúmmetrar. Það þýðir að samtals eru 10 rúmmetrar að koma upp á hverri sekúndu og hefur gosið því vaxið.
Hér að neðan er beint streymi RÚV frá gosinu en RÚV hefur komið vefmyndavél upp í Meradalshlíðum og frá henni streyma nú myndir af hraunstreyminu úr nýju sprungunum niður í Meradali.