Gosið fjölsóttasti staðurinn 2021
Að mati björgunarsveitarfólks má gera ráð fyrir að meira en 800 þúsund manns hafi lagt leið sína á gossvæðið á árinu 2021, sem gerir það jafnframt að fjölsóttasta ferðamannastað landsins árið 2021. Þeir umferðarteljarar sem komið var upp við nokkrar af gönguleiðunum á gosstöðvarnar náðu ekki til allra sem voru þar á ferðinni en miðað við fjöldann sem fóru í gegnum teljara er talið að þessi fjöldi hafi sótt gosstöðvarnar. Þetta kemur fram í grein Fannars Jónassonar, bæjarstjóra í Grindavík, í Víkur-fréttum í síðustu viku.
„Samkvæmt upplýsingum frá Cision umfjöllunarvaktinni hefur eldgosið í Geldingadölum notið geysilegrar athygli víða um heim. Uppsafnaður fjöldi lestra/áhorfa í öllum tegundum miðla er yfir 175 milljarðar og auglýsingaverðmæti er áætlað vera rúmlega 49 milljarðar króna. Þetta hefur orðið til þess að koma landi og þjóð rækilega á framfæri, til góða fyrir ferðaþjónustuna og fleiri atvinnugreinar.