Göngustígurinn endar úti á götu
Hjólreiðakonur sem eru duglegar að hjóla um Reykjanesbæ hafa vakið athygli á nokkrum vanköntum í nýju skipulagi umferðarmála á Fitjum. Nú þegar steyptir hafa verið kantsteinar vöktu tveir gang- og hjólreiðastígar athygli. Stígarnir eru malbikaðir og þar sem kantsteinninn hefur verið steyptur sjávarmegin er tekið úr katsteininum þar sem hjóla- og göngustígarnir tengjast Njarðarbrautinni, en handan götunnar eru engin merki þess að stígurinn haldi áfram. Meira að segja er umferðareyja á einum stað þar sem gangstígurinn liggur að götunni.Þessum ágætu hjólreiðakonum þykir þetta skipulag nokkuð skrítið og spyrja hvort einhverjar breytingar eigi eftir að gera í tengslum við þessa stíga.
Myndin: Þessi göngu- og hjólreiðastígur endar úti á götu. Umferðareyjan er einnig í vegi fyrir því að hægt sé að fara beint yfir götuna og handan götunnar er bara kantsteinn og gras. Mynd: Hilmar Bragi
Myndin: Þessi göngu- og hjólreiðastígur endar úti á götu. Umferðareyjan er einnig í vegi fyrir því að hægt sé að fara beint yfir götuna og handan götunnar er bara kantsteinn og gras. Mynd: Hilmar Bragi