Göngustígur milli Garðs og Reykjanesbæjar til skoðunar
Reykjanesbær hefur lagt fram erindi við Suðurnesjabæ með ósk um afstöðu sveitarfélagsins til fyrirliggjandi gagna og fyrirspurna vegna fyrirhugaðs göngustígs milli Garðs og Reykjanesbæjar.
Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar tók málið til umfjöllunar á dögunum. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að unnið verði að áætlun um lagningu göngu- og hjólreiðastígs milli þéttbýlisins í Garði og Reykjanesbæjar á allra næstu árum í samráði við Reykjanesbæ og Vegagerðina í samræmi við fyrirliggjandi forhönnun og kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir legu stígsins í tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins sem brátt verður auglýst til kynningar.
Göngu- og hjólastígur á Vatnsleysuströnd.