Göngustígur með ströndinni
Nú er unnið að lagningu göngustígs með ströndinni við Keflavík. Stórvirkar vinnuvélar hafa síðustu daga ekið með efni í sjóvarnargarð og stíg við enda Básvegar og Hrannargötu í Keflavík. Í dag var grafa að störfum neðan við bakaríið hjá Ragnari Eðvaldssyni. Á fallegu sumarkvöldi verður örugglega gaman að ganga þessa leið en í dag var heldur þungt yfir og vart hundi úr sigandi í nepjunni.