Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Göngustígar mikið notaðir í sumar
Mánudagur 14. september 2009 kl. 17:47

Göngustígar mikið notaðir í sumar

Göngugarpar og skokkarar hafa verið mjög áberandi á göngustígum Reykjanesbæjar í sumar. Reikna má með að bæði fari þar saman aukin vitund um gildi þess að stunda reglulega hreyfingu, meiri ásókn í ódýrari heilsurækt og góð aðstaða. Á síðustu árum hafa margir nýjir göngustígar verið lagði í bæjarfélaginu.

Á Ljósanótt var formlega opnaður göngustígurinn frá Gróf að Sjávargötu sem er tæpir 3 km. Hann tengist svo gamla göngustígnum út við Njarðarbraut og að Fitjum. Þá var ekki alls fyrir löngu lagður nýr malarstígur að Stekk að Víkingaheimum. Næsta vor stendur svo til að klára tenginguna í gegnum Hákotstanga. Þá verður búið að tengja alla strandlengjuna saman (utan við Fitjarnar-Njarðarbraut) út á Stapa. Heildarlengd gönguleiðarinnar verður rétt um 10km.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024