Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Göngustígar malbikaðir
Föstudagur 18. nóvember 2011 kl. 09:52

Göngustígar malbikaðir

Göngustígurinn í Kúadal í Grindavík, frá Nesvegi að Víkurbraut meðfram Grindavíkurvegi, var malbikaður í vikunni. Framkvæmdirnar miða að því að auka öryggi yngstu vegaraenda, sérstaklega skólabarna enda byggja framkvæmdirnar aðallega á ábendingum þeirra eftir að þau teiknuðu sínar helstu gönguleiðir í Hópsskóla inn á kort á fundi með bæjarstjóra og tæknideild. Þá er verið að setja upp þveranir og gangbrautir með miðeyju á Grindavíkurveg, nálægt gatnamótum Hópsbrautar og Suðurhópsbrautar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jafnframt er verið að setja upp tvær gangbrautir við Austurveg, annars vegar fyrir framan kirkjuna og hins vegar fyrir framan Gula húsið og verður rofið gat í girðingu við íþróttasvæðið til að stytta gönguleiðina í Hópsskóla og gera hana öruggari.

Jafnframt er langt komið að setja nýja stíga við Kúadal fyrir gangandi vegfarendur sem leiða að gangbrautunum. Auk þess verður sett bæjarhlið við innkomuna í bæinn á Grindavíkurveginum, skammt sunnan við Nesveg. Einnig verður sett svipað hlið á Austurveg.