Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gönguskáli skemmdur
Þriðjudagur 6. maí 2008 kl. 12:19

Gönguskáli skemmdur



Gönguskálinn ofan við Lágafell á Reykjanesi varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum í vetur þar sem allar rúður í húsinu hafa verið brotnar.
Skálinn hefur staðið við gönguleiðina Reykjaveg í 10 ár og hefur, samkvæmt frétt á vef Grindavíkurbæjar, verið talsvert notaður hin síðari ár af göngufólki sem dvalið hefur eina til tvær nætur og gengið um Eldvörpin og vestur á Reykjanes.

Skálinn hefur verið í umsjá upplýsingamiðstöðvar Grindavíkur um nokkurt skeið og er nú unnið að framtíðarlausn um notkun skálans.

Mynd af vef Grindavíkur/ÓS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024