Göngujóga með Önnu og Nanný í sumar
„Göngugarpar þurfa að taka með sér jógadýnu og við mælum með að hafa ull næsta húðinni ef það verður napurt í hugleiðslunni,“ segir í viðburði Önnu Margrétar og Nannýjar á fésbókinni, sem þær kalla „Pop up göngujóga“.
Stefnan er að hittast áfram á miðvikudögum og í þessari viku verður gengið frá Hvalsneskirkju. Mæting verður á bílaplanið klukkan 19 þar sem Nanný fræðir hópinn um allt milli himins og jarðar á svæðinu. Einnig verður farið í jóga, en þátttökugjald er 2.500 krónur.