Göngugarpur í slæmum málum
Vignir Arnarson göngugarpur, sem nú er á gönguferð þvert yfir Noreg og Svíþjóð tekur hvíldardag í dag á gönguferð sinni. Í gær var áttundi dagurinn hans á göngu en þá gekk hann 32 kílómetra. Gangan er þó ekki þrautalaus, eins og lesa má um á vefsíðu göngunnar á http://www.vignirarnarson.com/
Vignir hefur dottið tvo daga í röð og er með mjög mikla verki í vinstri mjöðm sem leiða niður í læri. Vignir hefur verið að finna fyrir dofa í læri og telur hann þá stafa af verkjum í mjöðminni. Getgátur eru uppi um klemmda taug eða eitthvað þessháttar.
Vignir hafði lítið borðað í gær. Hann hafði leitað að vatni til að fiska í en ekkert fundið í gær. Vignir tók engar matarbirgðir með í ferðina og ætlaði að lifa á því sem náttúran gæfi honum. Hann hefur því rennt fyrir fisk alla daga á ferðum sínum og gengið misvel. Einn daginn fékk hann þrjá væna fiska á stað þar sem lítil von er um fisk.
Vignir er með hundinn Caro í för með sér. Vignir þarf núna að bera allan farangur Caros á bakinu, þar sem Caro fékk stórt sár aftan við framlöppina. Ígerð er í sárinu og ljóst að hundurinn hefur verki í sárinu. Þannig að það má segja að þeir félagar séu báðir í slæmum málum núna.
Nánari frétta er að vænta af ferðalaginu í kvöld á http://www.vignirarnarson.com/
Frá og með 28. júní er hægt að hringja í eftirfarandi númer til að styrkja barnastarf Blindrafélagsins:
904 1000 (1.000 kr)
904 2000 (2.000 kr)
904 3000 (3.000 kr)
Einnig hefur sérstakur reikningur hjá Blindrafélaginu verið settur upp fyrir þá sem vilja sýna mér stuðning. Ég vona að sem flestir séu tilbúnir að heita einhverjum krónum á barnastarf Blindrafélagsins ef ég næ markmiði mínu.
Reikningsnúmer: 115-26-47015
Kennitala: 470169-2149
Reikningseigandi: Blindrafélagið