Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gönguferð í kvöld frá Flekkuvík að Kálfatjörn
Miðvikudagur 22. júlí 2015 kl. 15:21

Gönguferð í kvöld frá Flekkuvík að Kálfatjörn

Í kvöld ganga Reykjanesgönguferðir um Vatnsleysuströnd frá Flekkuvík að Kálfatjörn.
Þar verður m.a. skoðaður rúnasteinn sem er talinn vera á leiði Flekku sem víkin er nefnd eftir. Þaðan verður gengið með ströndinni og skoðaðar varir, brunnar, stórgripagirðing og margt fleira.

Rannveig Garðarsdóttir verður leiðsögumaður og Viktor Agnar Guðmundsson leiðsögumaður og íbúi í Vogum verður gestaleiðsögumaður kvöldsins.

Gangan tekur u.þ.b  2 - 3 klst. og hefur erfiðleikastigið tvær stjörnur. Mæting er við Vesturbraut 12, Reykjanesbæ brottför í rútu kl 19:00. Verð í rútu er kr. 1500.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024