Gönguferð á Þórðarfell, Lágafell og Sandfell
Reykjanesgönguferðir bjóða upp á gönguferð miðvikudaginn 19. júní. Farið verður með rútu að malarnáminu við Stapafell gengið þaðan að Þórðarfelli (163 m) síðan með Klifgjá að Lágafelli og að Sandfelli endað verður við Eldvarpaveg.
Útlit er fyrir gott göngu og útsýnisveður. Gangan tekur 3-4 klst og er við allra hæfi sem treysta sér til að ganga svo lengi.
Upphafsstaður: Vesturbraut 12 Reykjanesbær Hópferðir Sævars.
Hvenær: kl 19:00 komið til baka fyrir miðnætti.
Kostnaður: kr 1500 frítt fyrir 12 ára og yngri
Heilræði:
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Góða skapið.