Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Göngu- og hjólastígurinn í Suðurnesjabæ opnaður formlega
Fimmtudagur 27. ágúst 2020 kl. 18:14

Göngu- og hjólastígurinn í Suðurnesjabæ opnaður formlega

Göngu- og hjólastígurinn milli Garðs og Sandgerðis er nú tilbúinn og íbúar og gestir Suðurnesjabæjar eru þegar farnir að nota stíginn. Grunnskólanemendur beggja skólanna í Suðurnesjabæ, Gerðaskóla og Sandgerðisskóla, fengu þann heiður að vígja stíginn formlega í morgun.

Vígslan fór fram með mikilli litagleði og litasprengju en nemendur skólanna gengu eða skokkuðu stíginn og fengu yfir sig litað duft í anda litahlaupsins með reglulegu millibili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun á stígnum í hádeginu í dag, fimmtudag.