Gómaðir við fíkniefnaviðskipti á salerni veitingastaðar
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á dögunum fíkniefnaviðskipti sem voru í gangi á salerni veitingastaðar í umdæminu. Þegar lögreglumenn bar að voru þar tveir menn. Annar þeirra hélt á glærum poka og tók sá sprettinn að salerninu, þegar hann varð lögreglunnar var og er talið að hann hafi náð að losa sig við eitthvað af fíkniefnum í klósett. Hinn maðurinn kvaðst hafa verið að kaupa efni af þeim með pokann. Þeir heimiluðu báðir leit á sér og fannst ekkert saknæmt á þeim fyrrnefnda, en fíkniefni fundust á þeim síðarnefnda.