Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gólfið skemmdist eftir heitavatnsleysi í náttúruhamförum
Föstudagur 31. maí 2024 kl. 06:09

Gólfið skemmdist eftir heitavatnsleysi í náttúruhamförum

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða tillögur í minnisblaði Jóns Ben Einarssonar, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Suðurnesjabæjar, um endurnýjun á gólfi íþróttamiðstöðvarinnar að Garðbraut 94. Bæjarstjóra var falið að fylgja málinu eftir og kynna breytingu á fjárfestingaráætlun.

Jón Ben Einarsson sat fund bæjarráðs og gerði grein fyrir minnisblaði og kostnaðaráætlun um endurnýjun á gólfi í íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar í Garði. Tjón á gólfinu kom til af völdum heitavatnsleysis vegna náttúruhamfara í febrúar 2024.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024