Golf: Skorkort Ólafar Maríu „í beinni“ á vikurfrettir.is
Íslenskir kylfingar fylgjast af áhuga með því hvernig Ólöfu Maríu Jónsdóttur, kylfingi úr GK, gengur á fyrsta keppnisdegi á evrópsku mótaröðinni, sem fram fer á Costa Adeje golvellinum á Tenerife. Hún hóf daginn á því að fara út að skokka á ströndinni. Síðan mætti hún á æfingasvæðið á golfvellinum tveimur tímum fyrir rástíma. Þar hitar hún upp og kemur sér í gírinn fyrir keppnina. Veðrið er eins og best verður á kosið, sólskin, hiti 26 gráður og smá hafgola. Umgjörðin í kringum mótið er glæsileg og völlurinn í toppstandi. Skor keppenda er fært upp á stóra töflu, holu fyrir holu.
Víkurfréttir fylgjast vel með Ólöfu á slóðinni http://www.vikurfrettir.is/skorkort/ Þar er hægt að fylgjast með skorkorti hennar sem er uppfært eftir hverja holu.
Ljósmyndari Víkurfrétta er staddur á Tenerife og tók meðfylgjandi mynd á æfingasvæðinu í morgun.
VF-mynd/Valur Jónatansson