Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 15. október 2001 kl. 11:55

GoKart-brautin í Reykjanebæ slysalaus

Sífellt fleiri leggja leið sína í go kart hjá Reisbílum í Reykjanesbæ. Miklar breytingar hafa orðið á brautinni í sumar en beygjubríkum var komið fyrir og var það gert til þess að halda bílum inná brautinni. Eins var lýsing brautarinnar bætt verulega þannig að hægt er að taka á móti hópum allan sólarhringinn á brautinni. "Það hefur orðið mikil aukning hjá fólki frá Varnarliðinu", segir Stefán Guðmundsson eigandi Reisbíla. Ýmiskonar tilboð eru í gangi fyrir viðskiptavini en veittur er hópaafsláttur auk þess sem 15% afsláttur fæst ef eknar eru 20 mínútur. "Við höfum haldið 250-300 mót frá því við byrjuðum", segir Stefán en rúmlega 17.000 manns hafa ekið brautina frá því í júlí 2000. "Það hafa verið eknir 43.963 km frá því 17. júlí á þessu ári. Það má því segja að við höfum ekið rúmlega einn hring í kring um hnöttinn", segir Stefán. Körturnar sem eru til leigu hjá Reisbílum eru mjög öruggar og hverfandi líkur á því að hægt sé að velta þeim, og engin slys hafa orðið í brautinni á þeim. Stefán stefnir að því að hafa opið eins lengi og veður leyfir en í fyrra var tíðin mjög góð og opið allan veturinn.


Frá ritstjórn:
Ranghermt er í grein um GoKart í Tímariti Víkurfrétta að fá slys hafi orðið í brautinni. Að sögn Stefáns hafa engin slys orðið í GoKart brautinni í Reykjanesbæ. Er þetta leiðrétt hér með og beðist velvirðingar á mistökunum sem urðu þegar blaðamanni yfirsást leiðrétting á greininni í tölvupósti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024