Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 11. ágúst 2003 kl. 13:28

Gögn vantar í bakpoka sem tekinn var ófrjálsri hendi

Skömmu eftir hádegi sl. laugardag hafði hollenskur ríkisborgari samband við lögregluna í Keflavík og skýrði frá því að hann hafi orðið fyrir því að gleyma rauðum/grænum bakpoka á þvottaplaninu við Olís bensínstöðina á Vatnsnesvegi í Keflavík um kl. 22:00 í gærkvöldi. Pokinn var horfinn er hann fór að kanna með hann. Í bakpokanum voru ýmsir munir svo sem föt, svefnpoki, dagbók og filmur en Hollendingurinn hafði tekið margar myndir á ferð sinni um landið.Á sunnudagskvöldið um kl. 19:40 fannst síðan pokinn við gömlu sundlaugina við Framnesveg, en þá hafði vegfarandi fundið hann. Í fyrstu var talið að eitthvað af gögnum, s.s. filmur og dagbók vantaði, en þeir hlutir hafa nú komið í leitirnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024