Góðverk í illviðrinu á Reykjanesbraut
Maður bjargaði konu og barni úr bíl sem hafði oltið.
Grindvíkingurinn Jóhann Ingi Ármannsson kom að bílveltu á Reykjanesbraut á níunda tímanum í morgun og í samtali við Bylgjuna og Vísir.is kom hann að bíl sem var á hvolfi rétt fyrir utan veg. Í bílnum voru kona og barn sem Jóhann Ingi náði að moka út úr bílnum. Hann segir þau ekki hafa meiðst.
Eins og áður hefur komið fram er varað er við miklu hvassvirði og mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut. Margir bílar eru þar fastir og eru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu.