Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góður meðbyr í fyrsta flugi Delta til Keflavíkur
Fimmtudagur 2. júní 2011 kl. 10:56

Góður meðbyr í fyrsta flugi Delta til Keflavíkur

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hóf beint áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli til Kennedyflugvallar í New Yorkborg í morgun. Fyrsta þota Delta, af gerðinni Boeing 757-200, lenti á Keflavíkurvelli klukkan um 8:40, aðeins á undan áætlun enda góður meðbyr á leiðinni til Íslands. Fjölmenni tók á móti farþegum og áhöfn en í móttökunefnd voru meðal annars Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra Íslands, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Luis E. Arreaga og fulltrúar frá Delta og Isavia.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-Myndir EJS: Efst má sjá vél Delta við lendingu og hægra megin sést sendiherran Luis E. Arreaga klippa á borða. Neðst má sjá slökkvilið Keflavíkurflugvallar heiðra komu Delta með myndarlegum vatnsboga.