Góður grálúðuafli hjá Hrafni
Frystiskipið Hrafn kom með mjög góðan grálúðuafla til Grindavíkurhafnar í síðustu viku og mun verðmæti hans hafa verið um 80 milljónir. Önnur togskip báru að landi um 200 tonn og var Sturla með mestan afla 76,7 tonn.
Sjö dragnótabátar komu með 109 tonn og var mest hjá Þresti 30,5 tonn í 5 sjóferðum. Afli 15 handfærabáta var tregur og komu alls 28 tonn af þeim og var Birgir með mestan afla 4,2 tonn í 4 róðrum. Mest bar á afla línubáta í vikunni og var afli þeirra 471 tonn og var Freyr með mestan afla 76,2 tonn.
„Netaveiðar eru smá saman að fjara út og var afli úr netum samtals 110 tonn í vikunni“, segir Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri. „Humarveiðar eru hafnar og eru mun færri bátar sem stunda þær en oft áður, eða aðeins fimm bátar. Afli á heimamiðum hefur verið þolanlegur. Þorsteinn E.A landaði fyrsta kolmunnanum í vikunni 1562 tonnum og er það eini uppsjáavarfiskurinn sem hingað hefur borist frá því að veiðar hófust eftir verkfall.“
Sjö dragnótabátar komu með 109 tonn og var mest hjá Þresti 30,5 tonn í 5 sjóferðum. Afli 15 handfærabáta var tregur og komu alls 28 tonn af þeim og var Birgir með mestan afla 4,2 tonn í 4 róðrum. Mest bar á afla línubáta í vikunni og var afli þeirra 471 tonn og var Freyr með mestan afla 76,2 tonn.
„Netaveiðar eru smá saman að fjara út og var afli úr netum samtals 110 tonn í vikunni“, segir Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri. „Humarveiðar eru hafnar og eru mun færri bátar sem stunda þær en oft áður, eða aðeins fimm bátar. Afli á heimamiðum hefur verið þolanlegur. Þorsteinn E.A landaði fyrsta kolmunnanum í vikunni 1562 tonnum og er það eini uppsjáavarfiskurinn sem hingað hefur borist frá því að veiðar hófust eftir verkfall.“