Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Góður gangur í grennd gosstöðvanna
Mánudagur 7. júní 2021 kl. 09:06

Góður gangur í grennd gosstöðvanna

Á einni viku hafa verktakar á vegum Gagnaveitu Reykjavíkur lagt sjö kílómetra ljósleiðarastreng sunnan gosstöðvanna þar sem óttast er að hraun kunni að renna í sjó fram. Þetta er mjög hraður gangur verks af þessu tagi um svo grýtt land.

Fyrir viku var greint frá því að Gagnaveita Reykjavíkur væri að hefjast handa við lagningu nýs ljósleiðara á þessum slóðum því mikilvægt er að koma rörum í jörðu áður en hraun kann að loka leiðinni um óvissa framtíð. Þá lá fyrir ný hraunflæðisspá en nýr strengur meðfram Suðurströndinni er mikilvægur til að treysta fjarskiptasamband innanlands, ekki síst fyrir Suðurnesin, en líka vegna netsambands við útlönd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í súldinni undir lok dags, 3. júní, voru starfsmenn Jóns Ingileifssonar ehf. búnir að plægja niður um sjö kílómetra langt blástursrör sem liggur um þann nokkurra kílómetra kafla þar sem mest hætta er talin á að hraun mun renna. Það lætur því nærri að lagður hafi verið að baki um einn kílómetri á dag í gegnum grjótið í kanti gamla vegarins með Suðurströndinni. Þessi áfangi verksins telur alls um níu kílómetra. Nánast jafn skjótt og búið er að plægja niður plaströrin er ljósleiðara blásið í þau og síðdegis í gær voru starfsmenn Rafafls búnir að blása sex kílómetrum af ljósleiðarastrengjum í rörið. Þessi kafli sem nú er tekinn er liður í því að leggja nýja stofnlögn frá Grindavík austur í Þorlákshöfn.

„Þetta er örugglega met í ljósleiðaralagningu um svona land,“ segir Elísabet Guðbjörnsdóttir verkefnastjóri hjá Gagnaveitu Reykjavíkur. Hún hrósar verktökunum fyrir afköstin en líka vinnubrögðin. „Mér þótti ákaflega vænt um þegar einn eigenda þess lands sem við þurfum að fara um lauk lofsorði á frágang jarðvinnuverktakans. Það segir mér að ekki sé bara unnið hratt heldur líka vel.“