Góður dagur í uppsiglingu!
Klukkan 9 var norðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s og skýjað á Norðurlandi, dálítil rigning eða súld sunnan- og austanlands, en víða léttskýjað vestan til. Hiti var 5 til 15 stig, hlýjast á Sámsstöðum í Fljótshlíð.
Veðurhorfur á landinu fram á morgun:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil rigning eða súld á austanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað vestan til. Styttir upp að mestu austanlands er líður á daginn, en þokuloft eða súld úti við norður- og austurströndina í nótt. Hæg norðlæg eða breytileg átt, og bjartviðri á vestanverðu landinu á morgun, en hætt við stöku síðdegisskúrum. Áfram skýjað að mestu austantil og líkur á súld öðru hverju. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast í uppsveitum suðvestan- og vestanlands.
Veðurhorfur á landinu fram á morgun:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil rigning eða súld á austanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað vestan til. Styttir upp að mestu austanlands er líður á daginn, en þokuloft eða súld úti við norður- og austurströndina í nótt. Hæg norðlæg eða breytileg átt, og bjartviðri á vestanverðu landinu á morgun, en hætt við stöku síðdegisskúrum. Áfram skýjað að mestu austantil og líkur á súld öðru hverju. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast í uppsveitum suðvestan- og vestanlands.