Miðvikudagur 26. mars 2008 kl. 10:19
Góður árangur Suðurnesjalögreglu
Umferðarlagabrotum í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurnesjum fækkaði úr 428 niður í 219 milli ára í febrúar. Hegningarlagabrotum fækkaði úr 78 niður í 60 á milli ára í sama mánuði. Tólf fíkniefnamál komu til kasta Suðurnesjalögreglunnar í febrúar síðastliðnum en voru 18 á í sama mánuði 2007.
Þetta kemur fram í afbrotatölfræði sem Ríkislögreglustjóri gefur út.